Beneventumsjóður var stofnaður árið 1994 af útskriftarárgangi 1974 í tilefni 20 ára útskriftarafmælis þeirra. Upphaflegur tilgangur var að safna fjármunum sem skólinn myndi nýta í kaup á list og öðrum munum.
Eftir stofnun NHMH ákvað stjórn félagsins að leggja til við stofnendur og stjórn Beneventum sjóðs að tilgangur hans væri víkkaður og sjóðurinn nýttur í þau verkefni sem NHMH hefur að tilgangi sínum að styðja. Þannig mun sjóðurinn veita styrki til verkefna sem auka hag skólans.
Stjórn sjóðarins er skipuð fimm mönnum, samkvæmt eftirfarandi reglum:
- Rektor
- Einum fulltrúa kjörnum af kennurum
- Forseta NFMH
- Tveimur fulltrúum kjörnum af stjórn NHMH
Samþykktir sjóðarins verða gerðar aðgengilegar.