10 ára útskriftarnemar gefa í Beneventumsjóð

Fyrrum nemendur, sem útskrifuðust jól 2008 / vor 2009, héldu nýlega endurfundi í tilefni 10 ára útskriftarafmælis síns. Hópurinn sótti skólann heim, fékk kynningu á öllu því sem hefur breyst (og ekki breyst) frá útskrift, og gerði sér glaðan dag. Nemendurnir söfnuðu einnig í peningagjöf að upphæð 75.765 sem gefin var í Beneventumsjóð við tilefni …

Fyrrum nemar færa MH verk eftir Hallgrím Helgason á 40 ára útskriftarafmæli

Í gær, 25. maí 2019, útskrifaði Menntaskólinn við Hamrahlíð 128 nemendur. Sama dag fögnuðu útskriftarárgangar jól ’78 / vor ’79 sínu 40 ára útskriftarafmæli. Við það tilefni gaf hópurinn skólanum verkið Book Fair (eða Bókamessa) eftir Hallgrím Helgason. Hallgrímur, sem er einmitt hluti af árgangnum, ávarpaði gesti og útskriftarnema á útskriftardaginn fyrir hönd hópsins. Það hefur skapast …