Fyrrum nemendur, sem útskrifuðust jól 2008 / vor 2009, héldu nýlega endurfundi í tilefni 10 ára útskriftarafmælis síns. Hópurinn sótti skólann heim, fékk kynningu á öllu því sem hefur breyst (og ekki breyst) frá útskrift, og gerði sér glaðan dag.

20190607_121614
Gjöfin formlega afhent

Nemendurnir söfnuðu einnig í peningagjöf að upphæð 75.765 sem gefin var í Beneventumsjóð við tilefni afmælisisins. Á myndinni sjást Gríma Kristjánsdóttir og Kristinn Árni L. Hróbjartsson afhenda Steini Jóhannssyni gjöfina formlega, fyrir hönd nemenda. Ásamt þeim voru í skipulagsnefnd Agnes Eva S. Sigurðardóttir, Brynhildur Bolladóttir og Iðunn Garðarsdóttir.

Allir útskrifaðir nemendur úr MH geta skráð sig endurgjaldslaust í Nemenda- og hollvinasamband MH. Skráning er hér.

%d bloggers like this: