Í gær, 25. maí 2019, útskrifaði Menntaskólinn við Hamrahlíð 128 nemendur.

Sama dag fögnuðu útskriftarárgangar jól ’78 / vor ’79 sínu 40 ára útskriftarafmæli. Við það tilefni gaf hópurinn skólanum verkið Book Fair (eða Bókamessa) eftir Hallgrím Helgason.

IMG_0070
Runólfur Pálsson (úr skipulagningarnefnd) afhjúpar verkið með hjálp Pálma konrektors, meðan Hallgrímur flytur ávarp. Mynd: Hrafnhildur Linnet

Hallgrímur, sem er einmitt hluti af árgangnum, ávarpaði gesti og útskriftarnema á útskriftardaginn fyrir hönd hópsins.

IMG_0153
Steinn rektor tekur við verkinu af Hallgrími Helgasyni, og Runólfi Pálssyni. Mynd: Hrafnhildur Linnet

Það hefur skapast hefð fyrir því að fulltrúar fyrri útskriftarárgangar ýmist ávarpi gesti og nýstúdenta á útskriftardaginn, gefi gjöf, eða bæði.

%d bloggers like this: